Guðrún er doulunemi og hóf nám sitt í júní 2019. Guðrún er gift tveggja barna móðir og býr í Hafnarfirði. Hún útskrifaðist sem kjóla- og klæðskeri árið 2014 og hefur starfað sjálfstætt síðan við þá iðn ásamt því að vinna heima. Guðrún hefur einnig starfað í hinum ýmsu ummönnunarstörfum, á leiksólum, við heimahjúkrun, á hjúkrunarheimilum og með fötluðum börnum. Áhugi Guðrúnar á doulustarfinu kviknaði þegar hún gekk með sitt fyrsta barn sem fæddist árið 2015. „Ég hef frá því ég gekk með drenginn minn 2014-2015 haft gífurlegan áhuga á öllu sem við kemur meðgöngu og fæðingum, en þegar ég gekk með mitt annað barn 2017-2018 varð áhuginn enn meiri og ég las mér mikið til um fæðingar og undirbúing þeirra og hvernig styrkur fæðandi konu getur farið með henni útí lífið“. Virðingarík samskipti eru Guðrúnu sérstaklega hugleikin, með fæðingu sonar hennar 2015 fór Guðrún að endurskoða samskipti sín og fólks almennt við börn aðallega. „Virðingaríkt tengslauppeldi hefur breytt lífi mínu, það er ekkert öðruvísi. Ósjálfrátt þá fer maður í mikla sjálfsvinnu þegar maður skoðar alla þessa þætti sem að koma að börnunum manns og maður vill gera öðruvísi. Það hefur leitt mig á svo góðan stað. Á meðgöngu dóttur minnar(fædd 2018) var ég svo spennt að grúska, lesa og hlusta um ummönnun barna frá fæðingu, hvernig á maður í virðingaríkum samskiptum við nýfætt barn? Og hvaða þættir eru það sem styrkja tengls móður og nýfædds barns, já eða föður og nýfædds barns“? Guðrún er einn stofnmeðlima félagsins Meðvitaðir foreldrar – Virðing í uppeldi, sem hefur meðal annars haldið úti hlaðvarpsþáttum um virðingaríkt tengslauppeldi, þar á meðal eru þættir um meðgöngu og fæðingar. „Þessi félagskapur hefur kennt mér mikið um styrk kvenna og minn eigin styrk. Það er einmitt það sem að ég tel að doula gæti veitt fæðandi konu, kvenorku, styrk og samhug. Við erum saman í liði, ég og þú, ég ætla að vera hérna fyrir þig!“ Guðrún vill veita konum og fæðingarfélögum þeirra persónulega þjónustu, vera styrkjandi og veita fræðslu eftir óskum komandi móður eða foreldra og hafa virðingu og traust að leiðarljósi í samkiptum. Guðrún veitir þjónustu sína sem doulunemi konum og/eða pörum sem eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu og í næsta nágrenni. Guðrún starfar hjá doula.is Sími: 8461296 Email: gudrun@hondihond.is