Halla Vigdís er doulunemi og hóf námið haustið 2022, hún stundar einnig nám við Háskóla Íslands við félagsráðgjöf til BA gráðu. Áhugi Höllu á fæðingum og doulu starfinu kviknaði þegar hún og kærasta hennar fóru að huga að barneignarferlinu. Halla hefur ekki alltaf haft áhuga á fæðingum og ætlaði fyrir nokkrum árum ekki að eignast börn vegna mikillar hræðslu við fæðingar. Hún sneri því við með því að afla sér góðra og gangreynda upplýsinga. Einnig sankaði hún að sér fæðingarsögum frá konum sem upplifðu valdeflandi fæðingu og áttu góðar fæðingarreynslur og fékk þannig innsýn inn í hversu magnað atburður fæðing er. Eftir fæðinguna fann hún mikla þörf fyrir að miðla áfram þeim upplýsingum sem hún hafði aflað sér og þess vegna ákvað hún að skrá sig í doulu nám.
Markmið Höllu sem doula er að konur og foreldrar upplifi allan þann stuðning sem þau þurfa og vilja, getuna til þess að taka upplýstar ákvarðanir í og um fæðinguna sína. Hennar ósk er að þau upplifa sig valdelft og stolt eftir magnaða ferlið sem fæðing er og er sátt við fæðingarreynsluna, hvar sem þær kjósa að fæða.
Halla veitir þjónustu á höfuðborgarsvæðinu og á suðurlandi. Hægt er að hafa samband með að senda póst á hallavigdis10@gmail.com