Ég hóf nám sem doula haustið 2019. Ég útskrifaðist sem jógakennari 2016 og hef einnig klárað jóganidra sem er djúpslökunar ga. En hef verið að kenna meðgöngu jóga eftir að ég eignaðist seinni strákinn minn. Áhugi minn á fæðingum byrjaði áður en ég varð barnshafandi af mínu fyrsta barni en þá byrjaði ég að skoða hugmyndir mínar varðandi meðgöngu og fæðingu út frá utanaðkomandi þáttum eins og sögum og sjónvarpi. Ekkert sem ég heyrði heillaði mig. Ég sá fyrir mér konu umvafða ást í rólegu umhverfi að fæða barn með fólki sem hún treystir og þekkir. Þegar ég var 19 ára gömul dreymdi mig draum og í þeim draumi var ég að hjálpa konu að koma barninu sínu í heiminn. Ég var að anda með henni og styðja hana og síðan þá hef ég haft brennandi áhuga á þessu ferli. Ég hef mikinn áhuga á andlegu hliðinni í lífinu og í raun er ekkert jafn andlegt og jarðtengjandi eins og að fæða barn. Ina May Gaskin er fræg ljósmóðir sem ég tengi sterklega við útfrá þeim pælingum að við erum að endurskrifa gamlar hugmyndir um það hvernig við höfum litið á fæðingarferlið.
Sem doulunemi nota ég jógaþekkingu mína inn í fæðingarumhverfið líkt og ég gerði í mínum fæðingum. Sama hvaða veg fæðingin fer eða hvar hún er þá vil ég styðja við þig/ykkur á þann hátt að þér/ykkur líði eins og þið séuð í umhverfi sem er umvafið ást og umhyggju þar sem allt er eins og það á að vera.
Að tengja við gyðjuna innra með okkur sjálfum í fæðingarferlinu, sérstaklega villigyðjuna sem er óhrædd við að leyfa sér að vera. Því þegar konur eru óhræddar fer líkaminn að vinna betur að því að koma barninu í heiminn. Hlakka til að heyra frá ykkur Júlía Dalrós Netfang. dalrosjulia@gmail.com Sími 7887219