Doulur á Íslandi
  • Heim
  • Doula
    • Hvað gerir doula?
    • Ávinningur doulu
    • Fyrir hitt foreldrið
  • Fróðleikur
    • Evidence Based Birth
    • Erlendar rannsóknir
    • Íslenskar rannsóknir
  • Finna Doulu
    • Doulur >
      • Dagný Erla
      • Salbjörg
      • Soffía
    • Doulunemar >
      • Guðrún Björnsdóttir
      • Erika Leue
      • Magnea Steiney
      • Júlía Dalrós
      • Rún Pétursdóttir
      • Sindija
  • Hafa samband
Salbjörg
Picture
Salbjörg Engilbertsdóttir doula
 
Ég er fædd á Ísafirði 1967 og er yngst 7 systkina. Ætlunin var að verða ljósmóðir eins og föðuramma mín Salbjörg og amma hennar sem einnig hét Salbjörg, lífið leiddi mig þó á aðrar brautir. Ég heyrði fyrst um doulur 2012 eða 2013 og þegar mér var bent á námskeiðið hjá Soffíu þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um og sótti um og hóf doulunámið í nóvember 2014. Ég tók þátt í tveimur fæðingum 2015 og þriðju fæðingunni í febrúar 2017. Ég hef sótt til viðbótar námskeið hjá Penny Simkin í apríl 2015 um aðstoð við konur sem hafa lent í ofbeldi á einhvern hátt og námskeið í notkun Rebozo í júní 2016. Ég hef verið heppin sem doulunemi og fengið frábæra umsögn og tel að viðvera doulu í fæðingu skipti miklu máli bæði fyrir móður og föður. Ég útskrifaðist sem doula í febrúar 2017 og nú er ég tilbúin til þjónustu.
Ég er næm á líðan og veiti góðan stuðning sem skiptir miklu máli varðandi stöðuga samfellu í fæðingarhjálp. Heildstæður samfelldur stuðningur á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu er ákaflega mikilvægur.  Einnig skiptir mig miklu máli að aðstoða við tengslamyndun og að styrkja móður og fjölskyldu hennar í fæðingarferlinu. Ég tel það skipta miklu máli fyrir alla að eiga þann valkost að hafa doulu og fyrir þá sem hafa lent í ofbeldi, ungar mæður og þær sem eru einar er það sérlega mikilvægt.

Ég hef nánast alla ævi eftir að ég komst á fullorðins ár, búið á Hólmavík við Steingrímsfjörð. Undanfarin 20 ár hef ég starfað á skrifstofu sveitarfélagsins sem skrifstofustjóri, aðalbókari og launafulltrúi. Í minni vinnu er fullur skilningur fyrir því að ég sinni douluþjónustu eftir þörfum. Ég syng í tveimur kórum, starfaði lengi og var í stjórn Leikfélags Hólmavíkur og er í varastjórn Bandalags íslenskra leikfélaga.

Ég er gift og á 4 börn,1 stjúpbarn og 1 barnabarn. Reynsla mín af eigin fæðingum er góð en þó voru vandkvæði í fyrstu fæðingunni.  Ég hef upplifun af meðgöngueitrun, grindargliðnun, gangsetningu, keisarafæðingu en tvær fæðingar gengu mjög auðveldlega.
Hér er hægt að komast í samband við mig.
​

Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Doula
    • Hvað gerir doula?
    • Ávinningur doulu
    • Fyrir hitt foreldrið
  • Fróðleikur
    • Evidence Based Birth
    • Erlendar rannsóknir
    • Íslenskar rannsóknir
  • Finna Doulu
    • Doulur >
      • Dagný Erla
      • Salbjörg
      • Soffía
    • Doulunemar >
      • Guðrún Björnsdóttir
      • Erika Leue
      • Magnea Steiney
      • Júlía Dalrós
      • Rún Pétursdóttir
      • Sindija
  • Hafa samband