Soffía býr og starfar í Reykjavík og hefur undanfarin 10 ár starfað sem doula. Auk fæðingarfylgdar sinnir hún fæðingarfræðslu í formi einkatíma ma. djúpslökun (hypnobirth), er með námskeið um praktískan fæðingarundirbúning og fyrstu fjóra mánuðina og hjálpar foreldrum að ná sátt við fæðingarreynslu sína. Soffía er fjölskyldufræðingur og sinnir fjölskyldumeðferð og pararáðgjöf sem og uppeldisráðgjöf. Hún heldur reglulega erindi um svefn og svefnvenjur og lífið fyrsta árið eftir að fjölgar í fjölskyldunni.
Hægt er að ná í Soffíu í síma 8624804, soffia@hondihond.is Heimasíðan hennar er www.hondihond.is